Slitlausnir ehf. var stofnað árið 2019, af Sigurjóni Fjeldsted og Sigurði Karlssyni, í þeim tilgangi að bæta vöruúrval á slitefnum í iðnaði.
Eftir að hafa unnið í sjálfstæðum rekstri í tækniþjónustu við hin ýmsu störf í framleiðslu kynntumst við efnum, vörum og aðferðum sem geta haft mikil áhrif á endingu slitflata í vélbúnaði.
Okkar vörur eru aðallega slitstál og færibönd, sem ætlað er til notkunar við hráefnaflutning. Einnig höfum við sterka tengiliði og samstarfsaðila á öðrum sviðum, svo sem í hífibúnaði og loftræstingu.
Hlökkum til að heyra í þér.