Slitstál

Creusabro 8000

Hita- og höggþolið slitstál. Vinnsla og höggþol eins og 450 BHN stál en slitþol eins og 550 BHN stál. Frábært í alla slitfleti. Framúrskarandi við erfiðustu aðstæður. Lager Slitlausna: 6, 8, 10, 12 ,15 & 20 mm. Allt að 100mm þykkar plötur fáanlegar með stuttum fyrirvara.

Chrome Carbide overlay (CCO)

Slitplötur með króm karbíð yfirlagi. Það allra harðasta sem finnst. 850 BHN yfirborð sem er bæði hitaþolið og sérlega slitþolið. Hentar ekki þ.s. höggþungi er mikill frá stórum oddkvössum hlutum

Creusabro Dual

Áþekkt Creusabro 8000 en með títaníum karbíð íblöndun. Jafn högg- og hitaþolið en ennþá slitsterkara. Á móti er það erfiðara í vinnslu.

Skerar og tennur

Útvegum skera, tennur, splitti og aðra slithluti fyrir vinnuvélar. HB500 bórstál. Mjög gott verð.