Færibönd

sib1

Færibandareimar

Gæða færibandareimar. Stuttur afgreiðslutími á helstu spekkum. Mikið úrval af sérlausnum fyrir krefjandi aðstæður.

ISC Reimar

Frábær lausn þar sem uppitími kerfa er aðalatriði. Reim er skrúfuð saman á mjög nettan hátt. Útskipti geta farið fram á allt niður í 20-30 mínútum. Band klárt til notkunar strax eftir samsetningu. Enginn þurrktími, engin eiturefni. Má nota með flestum gerðum af færibandasköfum.

Super Screw samsetningar

Vandaður samsetningarborði frá MLT. Gerir reimarskipti einföld, auðveld og fljótleg. Band klárt til notkunar strax eftir samsetningu. Enginn þurrktími, engin eiturefni. Má nota með flestum gerðum af færibandasköfum.

Fix n´go viðgerðarsett

Viðgerðarborði fyrir færibönd. Frábær lausn sem gefur bandinu styrk en er mun nettara en hefðbundnar klemmuviðgerðir (neglingar). Fellur vel inn í bandið. Ekki þörf á að fjarlægja sköfur eftir viðgerð.

Færibandasköfur

Mjög vandaðar færibandasköfur. Polyurethane eða tungsten carbide sköfublöð. Primary, secondary og plógsköfur.

Rúllur og tromlur

Vandaðar rúllur og tromlur í ýmsum stærðum og gerðum. Tromlur geta verið gúmmíklæddar á hefðbundinn hátt eða með keramík.

Miðjari (afréttari)

Miðjari sem hindrar að færibandið keyri sig til hliðar. Heldur bandinu réttu í hvora áttina sem er. Skemmtileg lausn sem fer vel með færibandið og heldur því á réttum stað.

Hliðargúmmí

Hliðargúmmí fyrir færibönd. Ýmsar gerðir af gúmmí eða Polyurethane. Allt eftir því hvað aðstæður krefjast.